Allt svo eðlilegt

Hún situr og horfir út um gluggann, á því sem er nú heimili hennar.

Í tvö ár hefur hún búið hér. Útsýnið er ekkert sérstakt, frá herbergi hennar sér hún upp á Sæbraut og hina endalausu umferð um tímann.

Eftir smá stund áttar hún sig á því að hún er farin að kroppa í sárið eftir sprautuna. Eftir sprauturnar verður hún svo sljó og þreytt, hugsanir hennar verða þokukenndar og hægar, líkt og í slow motion.

En áhrif sprautunnar eru farin að dvína, svo hún verður aftur orðin hún sjálf eftir stutta stund. Hún situr róleg og finnur hvernig áhrifin dofna, leka úr henni svipað og þegar hún skar sig fyrir ári eða svo, og blóðið lak úr henni. Það var gott, minnti hana. Hún fer í inniskóna og gerir sig tilbúna að fara fram, en þá heyrir hún hvíslað í eyra sér:

– “ekki fara fram.” Hún brosir, er aftur orðin hún sjálf og Gummi er kominn, þá þarf hún ekki að fara fram.

Gummi er um tvítugt, mjög myndalegur og hann tilheyrir henni,

þó fá þau svo sjaldan að vera bara tvö ein.

Hann hvíslar í eyra hennar fögrum orðum.

– Dís, þú ert falleg og svo æðisleg.

Hann segir margt fallegt við hana og hún roðnar hvað eftir annað. Brosir sætt til hans og þau skipast á hlýjum orðum.

– Ertu gröð…. slímug rödd Helga sker inn að beini.

Bros hennar hvarf, Það hlaut að koma að því, að Helgi kæmi og skemmdi allt. Hann er alltaf svo ósvífinn og dónalegur.

– Ég veit þú vilt láta Gumma káfa á þér. Það vita það allir.

Dís horfir skömmustulega á gólfið, hvers vegna þarf hann alltaf að vera svona mikill dóni. Gummi reiðist og öskrar á Helga.

– FÍFLIÐ ÞITT!!! VIÐ VILJUM FÁ AÐ VERA Í FRIÐI!!!

– Vúú svo þú getir káfað á henni. HA!!! ég vissi það þið eruð… Helgi kláraði ekki setninguna því María var komin og hún kláraði setninguna sem hann var byrjaði á.

– Syndarar, opnið augu ykkar og hjörtu fyrir Frelsaranum. Dís hristi höfuðið, henni þykir vænt um þau öll en þau geta aldrei verið vinir.

– Dís, þú varst búin að lofa mér. María starði með stingandi augum á hana.

– Ég veit, María, og ég hef ekkert svikið.

Gummi hristi höfuðið.

– Þú hlustar þó ekki á hana, Dís, segðu mér að þú sért ekki svona vitlaus.

Með tárin í augunum kallar hún.

– Ég er ekkert vitlaus, þó ég hlusti á hvað aðrir hafa að segja. Gummi, þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér.

Helgi glotti.

– Þú ert svo getnaðarleg þegar þú ert reiðist, ég skal taka í þig og lofa þér að finna…..

– Æi… haltu kjafti drullusokkurinn þinn, öskraði hún á Helga.

-Dís mín, drottinn mun taka við þér og sýna þér ást, vittu til, en þú verður að gæta tungu þinnar. María reyndi að róa hana.

– Drottin mun frelsa þig…..

– Ég skal frelsa þig…. Helgi hló og blikkaði hana.

Gummi ýtti við henni.

– Ekki ætlar þú að leyfa þeim að koma svona fram við þig.

Hún stóð upp sár og pirruð.

– Hversvegna látið þið svona… getið þið ekki verið til friðs. Skyndilega varð þögn í herberginu og það þýddi aðeins eitt…. Tinna var komin.

– Þú ert byrjuð einu sinni enn…. láttu Gumma vera DRUSLAN ÞÍN!!!

Tinna hrinti Dís svo hún datt á gólfið. Dís rauk á fætur og greip plast glas af borðinu og grýtti í átt að Tinnu, glasið kastaðist í hurðina og svo á gólfið. Hún greip allt lauslegt sem var nálægt og grýtti að Tinnu og öskraði hátt.

– Því lætur þú mig ekki vera, ég vil ekki hafa þig hér, FARÐU!!! LÁTTU MIG Í FRIÐI!!! hvers vegna látið þið svona. Ég vil bara fá að vera með Gumma í smá tíma og þið ryðjist inn á okkur og ausið yfir okkur leiðindum. FARIÐ ÞIÐ!!! LÁTIÐ MIG VERA!!! FARIÐ ÞIÐ!!!

Hún heyrði hurðina á herberginu opnast, vissi hvað myndi gerast næst, SPRAUTAN, það mátti ekki gerast, þá myndi Gummi fara. Hún reif upp stólinn og grýtti honum í átt að hurðinni, hann féll á gólfið með miklum látum. En allt gerðist svo hratt, áður en hún vissi til, var nálin komin í handlegg hennar og efnið rann inn.

Hún heyrir róandi rödd Gumma hvísla í eyra sitt.

– Mundu ástin mín… við hittumst, þegar þú færð að vera eðlileg á ný… þau skilja þig ekki ég er sá eini sem skilur þig. Hún brosir.

– Við hittumst seinna, hvíslaði hún. Þokan féll yfir huga hennar og hún sofnaði, enn einu sinni.

SYNDARAR!!!

Hahahaha….
Hver var að hlæja… ó já… það var hann. Hann var að hlæja því það styttist í fullkomnun hjá honum. Líkin fundust í þeirri röð sem hann vildi og lögreglan var ráðþrota.
Hann var aðeins að gera þeim greiða, í raun og veru, Því þau voru öll syndarar og ættu ekki að ganga með kross um hálsinn. Krossana tók hann sem minnjargrip. Hann horfði á líkið, þetta var myndarleg kona um þrítugt með svart sítt hár, stór brún augu, lítið og nett nef. Hún var vel vaxin með stinn brjóst. Nakin, öll úötuð í blóði sínu, blóði syndara.
Hann hrifsaði kross festina af hálsi hennar. Sjöundi krossinn, nokkuð gott safn. Suma af krossunum bar hann um hálsinn eða var með þá einhvers staðar á sér. Þessi kross var svo fallegur, viðarkross, dökkur viður sem krossinn, og jesús útskorinn úr ljósum við. Þennan kross festi hann við lyklakippuna sína. Hann strauk þumalfingri yfir líkneskið og setti svo kippuna aftur í buxurnar sínar sem lágu á rúminu.
Hann snéri sér aftur að líkinu. Hann yrði að skrifa skilaboð sín á líkið líkt og öll hin, boðin urðu að komast til skila. Þetta var þó síðasta hreinsunin í bili.
Hann vissi að lögreglan myndi ekki ná honum því hann vandaði sig vel og var alls ekki kærulaus.
Hann byrjaði að skera tákn á líkama hennar, skilaboðin, ástæða synda hennar.
Næst var að þrífa hana, hann þvoði hana með þvottapoka. Rólega þreif hann blóðið af. Hann tók sér tíma í öll sín verk til að vera viss um að ekkert myndi fara úrskeiðis. Hann ætlaði ekki að láta ná sér, svo sannarlega ekki. Hann brosti og fór að flissa, þetta var allt svo fullkomið.
Hann fór með líkið á viðeigandi stað og stillti henni upp í stellinguna sem öll hin höfðu verið í, til að sýna Drottni að þau hafi vanvirt hann.
Það besta var eftir, fylgjast með lögreglunni við starf sitt og sjá hvað lögreglumennirnir voru ráðþrota. Hann settist upp í bifreið sína og keyrði flissandi heim til sín. Þar tók hann aðeins til og fór svo upp í rúm. Hann sofnaði með bros á vör.

————————————————————————————————

Það hafði verið hringt inn og tilkynnt um lík í grendinni, greinagóð lísing fylgdi með. Hún vissi svo sem að þetta var eftir synda-morðingjann. Hún yrði að hringja í félaga sinn og segja honum að koma. Á meðan hún beið eftir því að hann svaraði horfði hún á kortið þar sem staðsetningar fórnalambana voru merkt inn með rauðum hring. Fyrstu fjögur fórnalömbin mynduðu kross á kortinu og hún vissi að næstu þrjú áttu að merkja festingar Krists á krossinum, hún sá það fyrst núna. Andskotinn… því föttuðu þau þetta ekki fyrr…
Þau höfðu eytt mörgum tímum í að reyna að sjá mynstur úr þessu og félagi hennar hafði komið með mikið af hugmyndum sem þeim fannnst aldrei passa nógu vel. Þau höfðu endað með hugmyndina um að morðinginn væri kannski að búa til marga krossa, hver öðrum minni. Því höfðu þau ekki séð þetta fyrr…
Á hinum enda línunnar heyrðist dauft halló…
-Varstu sofandi? Spurði hún. Þetta var einn af fáum frídögum hans.
-Já… reyna að losna við þig í smá tíma. Hún heyrði að hann brosti.
-jæja, til að gera langa sögu stutta, það fannst sjöunda fórnalambið.
-Ég er á leiðinni. Svaraði hann snöggt og lagði á.
Hún fór yfir að kortinu og setti fingurinn þar sem nýjasta fórnalambið hafði fundist og já… það passaði, festingar Krists á krossinum.
hún þaut að skrifborði sínu og skoðaði í gegnum myndirnar.
Á fyrsta líkinu á hægri hendi hafði verið skorið við úliðinn og vinstra megin á líki tvö. Á þriðja hafði verið skorið yfir hálsinn og á fjórða við öklana. Þó hafði staðsetning þeirra ekki verið í samræmi við hvaða hluta af krossinum fórnalambið táknaði.
Fórnalamb fimm var með djúpt sár við vinstri úlið og sjötta fórnalambið var með djúpt sár við hægri úlið. Hún vissi að sjöunda líkið væri með svipuð sár á fótunum. Þetta var svo augljóst núna, þó svo staðsetning fórnalambanna var ekki í samræmi við hvaða hluta þau áttu að tákna. Þetta var svo augljóst núna.
Hún tók öll gögnin með sér og gluggaði í þeim á leiðinni út. Hún beið fyrir utan þangað til félagi hennar kom. Hann flautaði á hana og hún hrökk upp frá blöðunum sem hún var að róta í gegnum.
Er hún var sest inn í bílinn þá útskýrði hún fyrir honum það sem hún hafði komist að. Hann kinnkaði kolli einbeittur á svip á meðan hann stýrði bifreiðinni í gegnum umferðina.
Hann stöðvaði bifreiðina stutt frá staðnum sem líkið hafði fundist.
Hann drap á bílnum. Tók lykilinn úr svissinum og viðar krossinn danglaði á kyppunni. Hún leit á hann og opnaði hurðina.
-Jæja eigum við að leggja í hann? Sagði hún um leið og hún fór út úr bílnum. Hann kinnkaði kolli.
-Já drífum okkur. Hann steig út úr bifreiðinni og brosti er hann setti kippuna í vasann á buxunum.

Trúðu á mig

Hann þurrkaði svitann úr lófunum sínum í buxurnar. Svitinn spratt fram allstaðar, bara þetta kvöld, því hann vissi hvað hann þurfti að gera.
Hann horfði yfir götuna, á stóra húsið, sem beið þar í skugganum frá trjánum. Gæti hann ekki bara snúið við og farið heim… nei, hann varð að gera þetta, það hafði aldrei verið eins dimmt og þetta kvöld. Hann beið enn í skugganum af sjoppunni sem hafði verið lokað fyrir um klukkutíma, svo núna var hann einn og beið og fylgdist með húsinu. Hann fleygði sígarettunni í jörðina og steig ofan á hana. Tími var kominn, hann lagði af stað yfir götuna án þess að líta í kringum sig, því hann vissi að það var enginn umferð.
Hann hafði ekki valið þetta hlutverk, en það var samt hans verk að vinna. Hann rölti rólega í átt að húsinu, hann var ekkert að flýta sér, vitandi að ekkert gæti komið í veg fyrir þetta, þetta var ekki lengur í höndum sem gætu að gert, hann varð líka að hlýða sinni skipun. Það voru ekki margir sem unnu þetta verk en það var verið að refsa honum og hann vissi alveg fyrir hvað.
Hann stóð í stutta stund fyrir framan gamla heimilið sitt, það var langt síðan hann hafi komið þarna inn, en hann vissi að ekkert hafði breyst hann þekkti foreldra sína og vissi að þau myndu aldrei breyta neinu.
Hann fór inn í gegnum útidyrnar, hanna fór beint inn í herbergi foreldra sinna, þarna láu þau hálfsofandi, en móðir hans var nokkuð vör um sig og hliðin á rúmmi foreldra hans var litla systir hans í rúmi sínu. Hún var ekki nema 10 mánaða.
Hann fékk tárin í augun, hann vildi ekki þurfa að gera þetta, en hann vissi þó að það var ekkert fyrir hann að reyna að komast hjá því, hann þurfti að taka út sína refsingu og þetta var hún.
Hún horfði á hann og brosti, hún var búin að vera veik lengi og það var ekki mikið hægt að gera fyrir hana, hann vissi að það væri best að drífa þetta af, hann lagði hægri hönd sína yfir munn hennar og vinsti höndina yfir hjarta hennar, hún fór að gráta, hann vissi að þetta var sárt, mjög sárt, þar sem hann hafði upplifað þetta sama fyrir ekki svo löngu. Móðir hans hrökk upp og dreif sig yfir að rúmi dóttur sinnar, en það var of seint, hann horfði á tárin flæða af stað úr augum móður sinnar, hún tók upp líflausan líkama dóttur sinnar.
– NEI!!! NEI!!! ÞETTA ER EKKI AÐ GERAST, öskur hennar skar inn í sál hans, því gátu þeir ekki slökkt á tilfinningum sálarinnar fyrir þetta verk.
– Mamma fyrirgefðu, hvíslaði hann að henni, hann vissi alveg að hún heyrði ekki í honum.
Faðir hans var búinn að hringja á sjúkabílinn. Faðir hans sýndi ekki hve sárt þetta var fyrir hann en augu hans fylltust af tárum, faðir hans tók utan um konu sína og reyndi að taka líflausan líkama dóttur þeirra af henni, en hún vidi ekki sleppa taki sínu, móðir hans grét svo sárt.
– Hvers vegna við, hvað hef ég gert rangt… hvað…hef ég. Hún náði ekki að komast lengra fyrir sárum gráti sínum.
Hann gat ekki stöðvað tárin sem flæddu af stað, þetta er ekki sanngjarnt, hún á þetta ekki skilið.
– Mamma þetta er ekki þér að kenna, hvíslaði hann, þetta er mér að kenna, fyrirgefðu mér… fyrirgefðu.
Sjúkrabíllinn kom og það var strax farið að reyna að lífga systur hans við, en ekkert gekk og það vissi hann.
Þarna birtist hún í rúmi sínu og hann tók hana upp, hún brosti til hans og hann faðmaði hana að sér, hann horfði á móður sína sem vildi ekki trúa því að ekkert væri hægt að gera, hún faðmaði líflausan líkama dóttur sinnar að sér og ruggaði sér fram og til baka og tárin runnu niður kinnar hennar á líkamann sem hún hélt í fangi sínu.
Hann breiddi út vængina og lagði af stað með systur sína, það síðasta sem hann heyrði og tók með sér, var sár grátur móður sinnar sem myndi fylgja honum til eilífðarinnar.

Einmana og Dátinn

Hann situr þarna á hverjum degi á sínum stað á tröppunum og horfir á fólkið æða fram hjá. Allir í kapphlaupi við tímann. Fólkið horfir beinnt áfram og hröðum taktföstum skrefum þýtur inn í hringinn, bjallan hringir, tilkynnir að þessi lota sé að hefjast. Þau eru aftur komin á sinn stað, við vinnu sína eða vana, hver er munurinn?
Hann tekur upp krónu sem liggur einni tröppu neðar og setur hana í vasann. Hann brosir, þessi króna breytir svo miklu fyrir hann. Hann situr kyrr og heldur áfram að fylgjast með. Þetta fólk sem hann sér á hverjum degi gera alltaf það sama. Hann hugsar með sér að líf þeirra hlýtur að vera leiðinlegt eða frekar tómt.
Hávaxna konan með ljósa síða hárið og skjalatöskuna, sem klæðist bara svörtu. Hann hafði skýrt hana Dögg. Hún minnti hann á döggina sem legst yfir allt að loknu regni, morgun döggina, falleg en svo köld. Svo var það maðurinn með gleraugun sem voru alltof stór miðað við smágerða andlitið og þybbni maðurinn sem var oftast fullur og fer með nýja konu með sér heim úr vinnunni flesta daga. Hann fylgdist með svo mikið af fólki á hverjum degi að hann gaf þeim öllum nafn sem honum fannst eiga við þau.
Þar á meðal var nafnið Einmana, ungur maður svolítið smágerður í vexti, rauðhærður, svolítið bólugrafinn og með freknur. Hann gekk á hverjum morgni til vinnu sinnar. Hann stoppaði alltaf við tröppurnar hjá heimilislausum manni sem vantaði annan fótinn og var með lepp fyrir hægra auganu og gaf honum mat eða aur. Einmana var undir í þjóðfelaginu, verr komin heldur en heimilislausir. Hann fór hægt yfir því hann var alltaf að víkja fyrir öllum. Hann fór inn í stóra, gráa og líflausa byggingu sem var að kæfa hann. Einmana kemur í kaffihléi sínu og situr einn á bekk að lesa bók, ekki langt frá tröppunum. Svo í hádeginu sest hann á tröppurnar og réttir heimilislausa manninum samloku.
Hann kinkar kolli þakklátur fyrir matinn en þeir segja ekkert. Sitja bara hlið við hlið og borða. Báðir skilja að orð eru vanmetin og að þeir þurfa ekki að segja það sem þeim liggur á hjarta. Þeir skynja umhverfið, fólkið og hvorn annan og það er þeim báðum nóg. Svo fer Einmana aftur til vinnu sinnar.
Hann situr enn og fylgist með þessum fáu manneskjum sem eru á vappi. Þær taka eftir honum og sumar fara úr leið til að gefa honum aur. Hann þakkar fyrir og brosir. Honum líður vel hann veit hvar staða hans er, margir sem eiga heimili og fjölskyldur hafa ekki hugmynd um hver staða þeirra er eins og Dögg hún veit það ekki og felur sig bak við kalt yfirborð. Hann veit að hann getur alltaf reddað sér húsaskjóli og mat ef þess þarf, hann hefur ekki áhyggjur af lífinu.
Hann bíður rólegur þangað til bjallan hringir aftur til að tilkynna að þessari lotu sé lokið. Fólkið streymir út úr byggingunum í kring. Hann situr kyrr á tröppunum og fylgist með fólkinu ganga sömu leið til baka og það kom. Þarna birtist Einmana, reynir að brjóta sér leið í gegnum mannþröngina en gengur hægt því hann er alltaf að víkja fyrir hinum.

Einmana stoppar ekki langt frá tröppunum og kinkar kolli til heimilislausa mannsins, Einmana hafði gefið honum nafnið Dátinn, þar sem hann var alltaf á sínum stað þar til vakt hans var lokið.

Dátinn kinkaði kolli til Einmana, sem heldur áfram ferð sinni án þess að brosa, andlit unga mansins frosið. Dátinn horfir á fólkið ganga utan í Einmana. Hann hristir höfuðið. Munurinn á þeim tveim var svo mikill en þó voru þeir svo eins. Hann vissi að þeir höfðu báðir svo mikið að gefa en hvorugur þeirra fékk tækifæri til þess. En stærsti munurinn á þeim var sá að fólkið tók eftir honum, heimlausa manninum á tröppunum, en Einmana var ósýnilegur fyrir heiminum.