Trúðu á mig

Hann þurrkaði svitann úr lófunum sínum í buxurnar. Svitinn spratt fram allstaðar, bara þetta kvöld, því hann vissi hvað hann þurfti að gera.
Hann horfði yfir götuna, á stóra húsið, sem beið þar í skugganum frá trjánum. Gæti hann ekki bara snúið við og farið heim… nei, hann varð að gera þetta, það hafði aldrei verið eins dimmt og þetta kvöld. Hann beið enn í skugganum af sjoppunni sem hafði verið lokað fyrir um klukkutíma, svo núna var hann einn og beið og fylgdist með húsinu. Hann fleygði sígarettunni í jörðina og steig ofan á hana. Tími var kominn, hann lagði af stað yfir götuna án þess að líta í kringum sig, því hann vissi að það var enginn umferð.
Hann hafði ekki valið þetta hlutverk, en það var samt hans verk að vinna. Hann rölti rólega í átt að húsinu, hann var ekkert að flýta sér, vitandi að ekkert gæti komið í veg fyrir þetta, þetta var ekki lengur í höndum sem gætu að gert, hann varð líka að hlýða sinni skipun. Það voru ekki margir sem unnu þetta verk en það var verið að refsa honum og hann vissi alveg fyrir hvað.
Hann stóð í stutta stund fyrir framan gamla heimilið sitt, það var langt síðan hann hafi komið þarna inn, en hann vissi að ekkert hafði breyst hann þekkti foreldra sína og vissi að þau myndu aldrei breyta neinu.
Hann fór inn í gegnum útidyrnar, hanna fór beint inn í herbergi foreldra sinna, þarna láu þau hálfsofandi, en móðir hans var nokkuð vör um sig og hliðin á rúmmi foreldra hans var litla systir hans í rúmi sínu. Hún var ekki nema 10 mánaða.
Hann fékk tárin í augun, hann vildi ekki þurfa að gera þetta, en hann vissi þó að það var ekkert fyrir hann að reyna að komast hjá því, hann þurfti að taka út sína refsingu og þetta var hún.
Hún horfði á hann og brosti, hún var búin að vera veik lengi og það var ekki mikið hægt að gera fyrir hana, hann vissi að það væri best að drífa þetta af, hann lagði hægri hönd sína yfir munn hennar og vinsti höndina yfir hjarta hennar, hún fór að gráta, hann vissi að þetta var sárt, mjög sárt, þar sem hann hafði upplifað þetta sama fyrir ekki svo löngu. Móðir hans hrökk upp og dreif sig yfir að rúmi dóttur sinnar, en það var of seint, hann horfði á tárin flæða af stað úr augum móður sinnar, hún tók upp líflausan líkama dóttur sinnar.
– NEI!!! NEI!!! ÞETTA ER EKKI AÐ GERAST, öskur hennar skar inn í sál hans, því gátu þeir ekki slökkt á tilfinningum sálarinnar fyrir þetta verk.
– Mamma fyrirgefðu, hvíslaði hann að henni, hann vissi alveg að hún heyrði ekki í honum.
Faðir hans var búinn að hringja á sjúkabílinn. Faðir hans sýndi ekki hve sárt þetta var fyrir hann en augu hans fylltust af tárum, faðir hans tók utan um konu sína og reyndi að taka líflausan líkama dóttur þeirra af henni, en hún vidi ekki sleppa taki sínu, móðir hans grét svo sárt.
– Hvers vegna við, hvað hef ég gert rangt… hvað…hef ég. Hún náði ekki að komast lengra fyrir sárum gráti sínum.
Hann gat ekki stöðvað tárin sem flæddu af stað, þetta er ekki sanngjarnt, hún á þetta ekki skilið.
– Mamma þetta er ekki þér að kenna, hvíslaði hann, þetta er mér að kenna, fyrirgefðu mér… fyrirgefðu.
Sjúkrabíllinn kom og það var strax farið að reyna að lífga systur hans við, en ekkert gekk og það vissi hann.
Þarna birtist hún í rúmi sínu og hann tók hana upp, hún brosti til hans og hann faðmaði hana að sér, hann horfði á móður sína sem vildi ekki trúa því að ekkert væri hægt að gera, hún faðmaði líflausan líkama dóttur sinnar að sér og ruggaði sér fram og til baka og tárin runnu niður kinnar hennar á líkamann sem hún hélt í fangi sínu.
Hann breiddi út vængina og lagði af stað með systur sína, það síðasta sem hann heyrði og tók með sér, var sár grátur móður sinnar sem myndi fylgja honum til eilífðarinnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.