Dökk von

Myrkur
Nóttin svo dimm
Úti hreyfast skuggar,
Skerandi hljóð
Í ósamræmi við nóttina
Röddin sem á ekki heima þar.

Þögn
Ljós stjarnana
Rífa upp sár,
Tunglið brosir á móti myrkrinu
Hinu dimma teppi
Sem leggst yfir allt
Þögnin sem nýstir inn að beini
Veikleiki sálarinnar kinnkar kolli

Kalt
Snjór á trjám er hreifast í takt við vindinn
Sem stígur sinn vilta dans
Spor sem enginn þekkir
Dansar villt svo snjórinn fellur
Fellur hægt til jarðar
Og kyssir jörðina

Vonin
Þú ert ljós í myrkri
Stjörnurnar á himnum
Tunglið sem brosir svo breytt
Og lýsir leiðina að hjartanu
Hinn bjarti himinn
sem skilur nótt frá degi
í þessum ófullkomna heimi.

Heimili

Svartur
sjónvarpsskermur
starir inn í
tregafullt herbergi.
Herbergi dubbað upp
með skuggum
frá líflausum
íbúum þess.

ÞÚ!

Frosin tjörn,
þykkur klaki,
kaldur og harður,
líkt og hjarta þitt.

Hvassur vindur og snjór,
sem skellur í andlit mitt
og inn að hjartanu,
líkt og orð þín.

Stormurinn sem fylgir þér
rífur mig upp
og þeytir mér burt ,
líkt og lítið blóm,
sem á engan stað í þessum heimi.